Blindi maðurinn

HÖFUNDUR

Blindi maðurinn er falleg og hjartnæm saga sem segir frá fiðluleikara sem verður fyrir því að missa sjónina. Góð saga um mannlegan breyskleika og mannlega gæsku. Íslenska þýðingin kom árið 1905 og er þýðandinn nefndur Juvenis sem merkir einfaldlega ungur maður, en við vitum ekki nánari deili á honum. Höfundurinn Sophie Bawr (1773-1860) barónessa var vinsæll franskur rithöfundur, leikskáld og tónskáld. Hún fæddist í París árið 1773 utan hjónabands, en móðir hennar var kunn óperusöngkona og faðir hennar Charles-Jean de Champgrand markgreifi. Hún ólst upp hjá föður sínum og lærði ung tónsmíðar og söng. Hún kvæntist á laun ungum aðalsmanni, Jules de Rohan-Rochefort, en það varði stutt því í frönsku byltingunni var hann hálshöggvinn eins og margir aðrir stéttarbræður hans. Eignaðist hún eitt barn með honum sem dó í æsku árið 1797. Til að sjá fyrir sér eftir byltinguna hóf hún að skrifa sögur og leikrit, auk þess sem hún samdi tónlist. Árið 1801 kvæntist hún aftur, manni að nafni Claude-Henri de Saint-Simon. Það hjónaband entist ekki og þau skildu. Þá kvæntist hún í þriðja sinn rússneskum barón, de Bawr, en hann lést af slysförum skömmu síðar. Lifði hún þá af list sinni uns franska ríkið veitti henni eftirlaun. Urðu mörg verka hennar mjög vinsæl, bæði ritverk og tónsmíðar. Til marks um það þá var tónverk hennar Suit d'un bal masqué flutt opinberlega alls 246 sinnum á árunum 1813 til 1869. Eftir hana liggja mörg merk rit, m.a. ævisaga hennar, bæði opinská og upplýsandi um þá tíma sem hún lifði. Þá skrifaði hún Sögu tónlistar og Alfræðiorðabók kvenna. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Blindi maðurinn

Blindi maðurinn er falleg og hjartnæm saga sem segir frá fiðluleikara sem verður fyrir því að missa sjónina. Góð saga um mannlegan breyskleika og mannlega gæsku.

Íslenska þýðingin kom árið 1905 og er þýðandinn nefndur Juvenis sem merkir einfaldlega ungur maður, en við vitum ekki nánari deili á honum.

Höfundurinn Sophie Bawr (1773-1860) barónessa var vinsæll franskur rithöfundur, leikskáld og tónskáld. Hún fæddist í París árið 1773 utan hjónabands, en móðir hennar var kunn óperusöngkona og faðir hennar Charles-Jean de Champgrand markgreifi. Hún ólst upp hjá föður sínum og lærði ung tónsmíðar og söng.

Hún kvæntist á laun ungum aðalsmanni, Jules de Rohan-Rochefort, en það varði stutt því í frönsku byltingunni var hann hálshöggvinn eins og margir aðrir stéttarbræður hans. Eignaðist hún eitt barn með honum sem dó í æsku árið 1797. Til að sjá fyrir sér eftir byltinguna hóf hún að skrifa sögur og leikrit, auk þess sem hún samdi tónlist.

Árið 1801 kvæntist hún aftur, manni að nafni Claude-Henri de Saint-Simon. Það hjónaband entist ekki og þau skildu. Þá kvæntist hún í þriðja sinn rússneskum barón, de Bawr, en hann lést af slysförum skömmu síðar. Lifði hún þá af list sinni uns franska ríkið veitti henni eftirlaun. Urðu mörg verka hennar mjög vinsæl, bæði ritverk og tónsmíðar. Til marks um það þá var tónverk hennar Suit d'un bal masqué flutt opinberlega alls 246 sinnum á árunum 1813 til 1869.

Eftir hana liggja mörg merk rit, m.a. ævisaga hennar, bæði opinská og upplýsandi um þá tíma sem hún lifði. Þá skrifaði hún Sögu tónlistar og Alfræðiorðabók kvenna.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.