Alfred Dreyfus
Skáldsagan Alfred Dreyfus er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Frakklandi í kringum aldamótin 1900 og margir létu sig mikið varða. Hún kom fyrst út í Frakklandi árið 1905 og var þýdd yfir á íslensku það sama ár af þeim Hallgrími Jónssyni og Sigurði Jónssyni frá Álfhólum. Þessi snöggu viðbrögð þýðenda segja töluvert um hvað sagan þótti merkileg. Margir þekkja þetta mál ágætlega enda hefur mikið verið um það skrifað og margar sögur sagðar af því, en þessi þykir þó standa flestum framar. Kristján Róbert Kristjánsson les.