Tvöfalt hjónaband
Tvöfalt hjónaband er rómantísk spennusaga af gamla skólanum ef svo mætti að orði komast, eftir Otto nokkurn Freytag. Kunnum við lítil skil á honum en samkvæmt Gegni kom sagan fyrst út í tímaritinu Austra. Á bók kom hún sennilega fyrst út árið 1905 á Seyðisfirði. En hvað um það þá er þetta spennandi saga sem heldur hlustandanum föngnum allt til enda. Ingólfur B. Kristjánsson les.