Ævisaga hugmynda
Ævisaga hugmynda hefur að geyma safn ritgerða eftir Matthías Johannessen. Kom hún út árið 1990 og var þá einungis gefin út í um 300 eintökum. Í ritgerðum þessum kemur Matthías víða við og tengir saman fortíð og nútíð af þeirri leikni sem fáum er fært. Skiptist bókin í átta meginþætti sem eru: Draumar, Lokaþáttur sjónleiks, Takmörkuð dýrð, Innskot um dægurmál, Ísland og Aþena, Upp skalt á kjöl klífa, Jón forseti og réttur tungunnar og Félagi borgari. Guðmundur Ingi Kristjánsson les.