Hækkandi stjarna
Sagan Hækkandi stjarna eftir Jón Trausta er skemmtilegur gullmoli úr fortíðinni. Sagan er hluti af þríleik þar sem höfundur sækir efniviðinn í sömu íslensku ættina. Hinar sögurnar eru Veislan á Grund og Söngva-Borga. Eru sögurnar þó allar sjálfstæðar og gerast á mismunandi tímum. Í Hækkandi stjörnu segir frá systkinunum Kristínu og Þorleifi en þau voru börn Björns Einarssonar Jórsalafara og Sólveigar Þorsteinsdóttur konu hans. Fylgir hann í öllum stærstu dráttum því sem vitað er um afdrif þeirra en skáldar í eyðurnar. Stutt en skemmtileg saga sem allir unnendur góðra sagnfræðilegra skáldsagna ættu að hafa gaman af. Ingólfur B. Kristjánsson les.