Á flögri með Ólöfu Rún: 1. Olil Amble

HÖFUNDUR

Þátturinn Á flögri með Ólöfu Rún er samvera með Íslendingum í leik og starfi. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum leynast spurningar um allt annað en aðalstarfið með. Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum. Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir. Olil Amble er landsþekkt hestakona og hrossaræktandi. Hún kom fyrst til Íslands 17 ára í sumarvinnu. Minnstu munaði að hún sneri aftur heim þegar í stað þar sem vinnan sem hún hafði vilyrði fyrir brást. Hún þrjóskaðist við og fór hvergi og fékk aðra vinnu austur í sveit. Kjarnakona og margverðlaunuð keppniskona, Íslandsmeistari, Norðurlandameistari og heimsmeistari í keppni á íslenska hestinum, Olil Amble er viðmælandi okkar í hlaðvarpsþættinum Á flögri.

Á flögri með Ólöfu Rún: 1. Olil Amble

Þátturinn Á flögri með Ólöfu Rún er samvera með Íslendingum í leik og starfi. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum leynast spurningar um allt annað en aðalstarfið með. Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.

Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir.

Olil Amble er landsþekkt hestakona og hrossaræktandi. Hún kom fyrst til Íslands 17 ára í sumarvinnu. Minnstu munaði að hún sneri aftur heim þegar í stað þar sem vinnan sem hún hafði vilyrði fyrir brást. Hún þrjóskaðist við og fór hvergi og fékk aðra vinnu austur í sveit. Kjarnakona og margverðlaunuð keppniskona, Íslandsmeistari, Norðurlandameistari og heimsmeistari í keppni á íslenska hestinum, Olil Amble er viðmælandi okkar í hlaðvarpsþættinum Á flögri.

No items found.
***