Öldungaráðið: 5. Sveinn Einarsson

HÖFUNDUR

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás. Hver er saga og viðhorf þess fólks sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna? Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum. Í fimmta viðtali okkar í Öldungaráðinu tekur til máls Sveinn Einarsson, en hann er fæddur 1934. Allir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára og stigið hafa fæti inn í leikhús þekkja Svein Einarsson. Eitt viðtal hrekkur hvergi til að spanna allt það starf á sviði íslenskrar og erlendrar leiklistar sem Sveinn á að baki. Þá ber hann hvers kyns menningarstarf á öðrum sviðum sér í barmi. Hér rekur hann ævi sína og tæpir á starfi sínu og kynnum af málsmetandi einstaklingum sem margir voru þjóðkunnir fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar. Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Öldungaráðið: 5. Sveinn Einarsson

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás. Hver er saga og viðhorf þess fólks sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna? Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Í fimmta viðtali okkar í Öldungaráðinu tekur til máls Sveinn Einarsson, en hann er fæddur 1934. Allir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára og stigið hafa fæti inn í leikhús þekkja Svein Einarsson. Eitt viðtal hrekkur hvergi til að spanna allt það starf á sviði íslenskrar og erlendrar leiklistar sem Sveinn á að baki. Þá ber hann hvers kyns menningarstarf á öðrum sviðum sér í barmi. Hér rekur hann ævi sína og tæpir á starfi sínu og kynnum af málsmetandi einstaklingum sem margir voru þjóðkunnir fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

No items found.
***