Wuthering Heights
Emily Brontë (1818-1848) var þekktust fyrir skáldsögu sína Wuthering Heights, sem kom út á íslensku undir titlinum Fýkur yfir hæðir. Söguna skrifaði hún undir dulnefninu Ellis Bell. Wuthering Heights er eitt af hinum sígildu verkum enskrar bókmenntasögu. Sögusviðið er Yorkshire á Englandi við upphaf 19. aldar. Maður nokkur að nafni Lockwood hittir þar fyrir hinn hrjúfa herra Heathcliff. Fljótlega kemst hann á snoðir um atburði sem áttu sér stað fyrir löngu en draga dilk á eftir sér. Ruth Golding les á ensku.