Vörður við veginn: Minningar Ingólfs Gíslasonar læknis

HÖFUNDUR

Hér eru á ferðinni minningar eða minningabrot læknisins Ingólfs Gíslasonar (1874-1951). Var bókin gefin út af Bókfellsútgáfunni árið 1950, ári áður en Ingólfur lést. Bókin skiptist í fjóra yfirkafla. Sá fyrsti nefnist Þrír merkismenn, en þar segir höfundur frá samskiptum sínum við séra Björn Halldórsson, Jón Hjaltalín landlækni og Matthías Einarsson lækni. Annar kaflinn ber yfirheitið Innanlands og utan og þar einskorðast frásagnirnar við staði, allt frá Raufarhöfn til Feneyja. Þriðji hlutinn nefnist Frá fyrri árum og þar er einnig komið víða við og mælum við sérstaklega með kaflanum Á sýklaslóð. Fjórði og síðasti yfirkaflinn nefnist svo Gamli tíminn og nýi en þar er höfundur að bera saman gamla og nýja tíma og eru hugleiðingar hans þar sérstaklega áhugaverðar. Auk þess sem bókin rekur frásagnarverða atburði úr lífi læknisins Ingólfs, þá er hér um að ræða stórbrotna samtímalýsingu þar sem komið er víða við og sjónarhornið er fjölbreytt enda eðli starfsins að fara ekki í manngreinarálit. Ingólfur segir líka skemmtilega frá og ættu allir að geta haft gaman að þessum einlægu minningabrotum. Jón B. Guðlaugsson les.

Vörður við veginn: Minningar Ingólfs Gíslasonar læknis

Hér eru á ferðinni minningar eða minningabrot læknisins Ingólfs Gíslasonar (1874-1951). Var bókin gefin út af Bókfellsútgáfunni árið 1950, ári áður en Ingólfur lést. Bókin skiptist í fjóra yfirkafla. Sá fyrsti nefnist Þrír merkismenn, en þar segir höfundur frá samskiptum sínum við séra Björn Halldórsson, Jón Hjaltalín landlækni og Matthías Einarsson lækni. Annar kaflinn ber yfirheitið Innanlands og utan og þar einskorðast frásagnirnar við staði, allt frá Raufarhöfn til Feneyja. Þriðji hlutinn nefnist Frá fyrri árum og þar er einnig komið víða við og mælum við sérstaklega með kaflanum Á sýklaslóð. Fjórði og síðasti yfirkaflinn nefnist svo Gamli tíminn og nýi en þar er höfundur að bera saman gamla og nýja tíma og eru hugleiðingar hans þar sérstaklega áhugaverðar.

Auk þess sem bókin rekur frásagnarverða atburði úr lífi læknisins Ingólfs, þá er hér um að ræða stórbrotna samtímalýsingu þar sem komið er víða við og sjónarhornið er fjölbreytt enda eðli starfsins að fara ekki í manngreinarálit. Ingólfur segir líka skemmtilega frá og ættu allir að geta haft gaman að þessum einlægu minningabrotum.

Jón B. Guðlaugsson les.

No items found.
***