Vanity Fair
Skáldsagan Vanity Fair eftir enska rithöfundinn William Makepeace Thackeray kom fyrst út á árunum 1847-1848. Hér segir frá þeim Becky Sharp og Emmy Sedley, vinum þeirra og fjölskyldum á tímum Napóleonsstyrjaldanna við upphaf nítjándu aldar. Að loknu námi við stúlknaskóla flytur Becky inn á heimili hinnar góðhjörtuðu vinkonu sinnar, sem er af ríku fólki komin. Sjálf er Becky ákveðin og slyng ung kona sem, þrátt fyrir lítil efni, ætlar sér að ná langt innan samkvæmislífsins í London. Helen Taylor les á ensku.