Út úr leiðindum
Út úr leiðindum er áhugaverð saga sem segir frá Sveini, hálf umkomulausum ungum manni í sveit í byrjun 20. aldar. Hann verður ástfanginn af ungri kaupstaðarstúlku sem ræðst sem vinnukona á bænum. Stúlkunni leiðist fábýlið í sveitinni og ýtir undir ástleitni Sveins, frekar til að firra sig leiðindum en að hún ætli sér eitthvað með hann. Nú er að sjá hvernig það fer allt saman. Sagan kom út í smásagnasafninu Lagt upp í langa ferð árið 1938. Sigurður var kunnur rithöfundur á sínum tíma og hlaut ýmsar viðurkenningar á löngum ritferli, ekki síst fyrir leikrit sín, en af þekktum leikritum hans má nefna Uppskera óttans (1955) og Mold (1966). Arfleifð frumskógarins var fimmta skáldsaga Sigurðar, en áður höfðu komið út sögurnar Augu mannanna (1946), Vegur allra vega (1949), Bóndinn í Bráðagerði (1954) og Gróðavegurinn (1956). Sigurður lést árið 1996. Hægt er að nálgast fleira skemmtilegt efni eftir Sigurð á Hlusta.is. Ingólfur B. Kristjánsson les.