Eitur

HÖFUNDUR

Eitur er einstaklega fyndin og skemmtileg saga eftir Sigurð Róbertsson þar sem margt kraumar undir yfirborðinu. Sagan gerist á sveitabæ í ónefndri sveit og segir frá viðbrögðum roskinna hjóna við óvæntri uppákomu. Sagan kom út í smásagnasafninu Lagt upp í langa ferð árið 1938. Sigurður var kunnur rithöfundur á sínum tíma og hlaut ýmsar viðurkenningar á löngum ritferli, ekki síst fyrir leikrit sín, en af þekktum leikritum hans má nefna Uppskera óttans (1955) og Mold (1966). Arfleifð frumskógarins var fimmta skáldsaga Sigurðar, en áður höfðu komið út sögurnar Augu mannanna (1946), Vegur allra vega (1949), Bóndinn í Bráðagerði (1954) og Gróðavegurinn (1956). Sigurður lést árið 1996. Hægt er að nálgast fleira skemmtilegt efni eftir Sigurð á Hlusta.is. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Eitur

Eitur er einstaklega fyndin og skemmtileg saga eftir Sigurð Róbertsson þar sem margt kraumar undir yfirborðinu. Sagan gerist á sveitabæ í ónefndri sveit og segir frá viðbrögðum roskinna hjóna við óvæntri uppákomu. Sagan kom út í smásagnasafninu Lagt upp í langa ferð árið 1938.

Sigurður var kunnur rithöfundur á sínum tíma og hlaut ýmsar viðurkenningar á löngum ritferli, ekki síst fyrir leikrit sín, en af þekktum leikritum hans má nefna Uppskera óttans (1955) og Mold (1966). Arfleifð frumskógarins var fimmta skáldsaga Sigurðar, en áður höfðu komið út sögurnar Augu mannanna (1946), Vegur allra vega (1949), Bóndinn í Bráðagerði (1954) og Gróðavegurinn (1956). Sigurður lést árið 1996. Hægt er að nálgast fleira skemmtilegt efni eftir Sigurð á Hlusta.is.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.