Úr blöðum Finns Jónssonar frá Kjörseyri

HÖFUNDUR

Finnur Jónsson var fæddur 1842 og ólst upp í Laugardal í Árnessýslu. Sex ára missti Finnur föður sinn séra Jón Torfason og ólst hann því upp við lítil efni. Ungur maður flutti Finnur norður í Hrútafjörð og bjó lengst af á Kjörseyri. Eflaust stóð hugur foreldranna til að mennta drenginn en af því gat ekki orðið. Greind, jákvæðni og framfarvilji reyndust Finni góðir fylginautar við kröpp kjör alþýðunnar á síðari hluta 19. aldar. Finni var margt til lista lagt og í þessum minningum hans er að finna fjölmargar merkilegar frásagnir sem gaman er að hlusta á, byggðar á greind, óhemju minni og ritfærni höfundarins. Björn Björnsson les.

Úr blöðum Finns Jónssonar frá Kjörseyri

Finnur Jónsson var fæddur 1842 og ólst upp í Laugardal í Árnessýslu. Sex ára missti Finnur föður sinn séra Jón Torfason og ólst hann því upp við lítil efni. Ungur maður flutti Finnur norður í Hrútafjörð og bjó lengst af á Kjörseyri. Eflaust stóð hugur foreldranna til að mennta drenginn en af því gat ekki orðið. Greind, jákvæðni og framfarvilji reyndust Finni góðir fylginautar við kröpp kjör alþýðunnar á síðari hluta 19. aldar. Finni var margt til lista lagt og í þessum minningum hans er að finna fjölmargar merkilegar frásagnir sem gaman er að hlusta á, byggðar á greind, óhemju minni og ritfærni höfundarins.

Björn Björnsson les.

No items found.
***