Týndi sonurinn

HÖFUNDUR

Skáldsagan Týndi sonurinn eftir Jón Mýrdal (1825-1899) er áhugaverð saga úr íslenskum raunveruleika sem auk þess að vera spennandi og skemmtileg gefur okkur innsýn inn í þann tíma sem hún var skrifuð á, þ.e. seinni hluta 19. aldar. Hún kom fyrst út árið 1963, sextíu og fjórum árum eftir dauða höfundar, en einungis þrjár skáldsögur komu út eftir hann meðan hann lifði. Hvað því olli er erfitt að henda reiður á, því fyrsta skáldsaga hans Mannamunur (1872) varð vinsæl meðal almennings þótt hún fengi misjafna dóma gagnrýnenda. Það hefur jú löngum loðað við að fáir sem telja sig útvalda hafa viljað stýra allri umræðu og útgáfu. Reyndi Jón alla tíð mikið að fá sögur sínar útgefnar en allt kom fyrir ekki. Þær voru þó gefnar út síðar og er það gott. Höfundurinn Jón Mýrdal var smiður að mennt og starfaði við það allt sitt líf. Skrif hans spruttu af innri þörf, sem sjá má af því hvað honum tókst að skila af sér miklu ritverki meðfram annarri vinnu. Notaði hann flestar tómstundir til að skrifa og haft hefur verið eftir manni honum kunnugum að hann hafi farið á fætur vel á undan öðrum að geta skrifað og sat þá jafnvel við hefilbekkinn. Geri aðrir betur en það. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Týndi sonurinn

Skáldsagan Týndi sonurinn eftir Jón Mýrdal (1825-1899) er áhugaverð saga úr íslenskum raunveruleika sem auk þess að vera spennandi og skemmtileg gefur okkur innsýn inn í þann tíma sem hún var skrifuð á, þ.e. seinni hluta 19. aldar. Hún kom fyrst út árið 1963, sextíu og fjórum árum eftir dauða höfundar, en einungis þrjár skáldsögur komu út eftir hann meðan hann lifði. Hvað því olli er erfitt að henda reiður á, því fyrsta skáldsaga hans Mannamunur (1872) varð vinsæl meðal almennings þótt hún fengi misjafna dóma gagnrýnenda. Það hefur jú löngum loðað við að fáir sem telja sig útvalda hafa viljað stýra allri umræðu og útgáfu. Reyndi Jón alla tíð mikið að fá sögur sínar útgefnar en allt kom fyrir ekki. Þær voru þó gefnar út síðar og er það gott.

Höfundurinn Jón Mýrdal var smiður að mennt og starfaði við það allt sitt líf. Skrif hans spruttu af innri þörf, sem sjá má af því hvað honum tókst að skila af sér miklu ritverki meðfram annarri vinnu. Notaði hann flestar tómstundir til að skrifa og haft hefur verið eftir manni honum kunnugum að hann hafi farið á fætur vel á undan öðrum að geta skrifað og sat þá jafnvel við hefilbekkinn. Geri aðrir betur en það.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***