Tíu sögur

HÖFUNDUR

Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma. Stíll Guðmundar er þróttmikill og orðaval fjölbreytt og sérkennilegt. Lýsingar hans á sveitafólki, og þá einkum eldri kynslóðinni, eru frábærar enda sagði fræðimaður einn að sögur hans "mættu heita Íslendingasögur hinar nýju." Margar lýsa þær alvöru lífsbaráttunnar andspænis harðneskjulegum náttúruöflum. Aðrar segja frá samskiptum ólíkra manngerða eins og Tólfkóngavit sem lýsir á skemmtilegan hátt sálnaveiðum þingmannsefnis. Einnig teflir Guðmundur ósjaldan fram mönnum gamla og nýja tímans, skólagengnum flysjungum og flautaþyrlum annars vegar en hins vegar gömlum og grónum bændum með reynslu kynslóðanna á herðum sér. Ágætt dæmi þess er sagan Mannamót. Í þessu safni eru smásögurnar Afi og amma, Frásögn Malpoka-Manga, Ábyrgð, Frá Furðuströnd, Neistaflug, Geiri húsmaður, Mannamót, Jarðarför, Tólfkóngavit og Hillingar. Borgþór Arngrímsson les.

Tíu sögur

Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.

Stíll Guðmundar er þróttmikill og orðaval fjölbreytt og sérkennilegt. Lýsingar hans á sveitafólki, og þá einkum eldri kynslóðinni, eru frábærar enda sagði fræðimaður einn að sögur hans "mættu heita Íslendingasögur hinar nýju." Margar lýsa þær alvöru lífsbaráttunnar andspænis harðneskjulegum náttúruöflum. Aðrar segja frá samskiptum ólíkra manngerða eins og Tólfkóngavit sem lýsir á skemmtilegan hátt sálnaveiðum þingmannsefnis. Einnig teflir Guðmundur ósjaldan fram mönnum gamla og nýja tímans, skólagengnum flysjungum og flautaþyrlum annars vegar en hins vegar gömlum og grónum bændum með reynslu kynslóðanna á herðum sér. Ágætt dæmi þess er sagan Mannamót.

Í þessu safni eru smásögurnar Afi og amma, Frásögn Malpoka-Manga, Ábyrgð, Frá Furðuströnd, Neistaflug, Geiri húsmaður, Mannamót, Jarðarför, Tólfkóngavit og Hillingar.

Borgþór Arngrímsson les.

No items found.
***