Myndir
Bókin Myndir eftir Huldu samanstendur af stuttum smásögum ásamt nokkrum ljóðum. Sögurnar, sem eru 24 talsins, eru skrifaðar með ljóðrænum blæ og sterk tengsl Huldu við hið æðra og náttúru skína sterkt í gegnum skrif hennar. Lýsingar á stöðum, athöfnum og fólki eru fagurmótaðar, dreymandi og skýrar og átthagaböndin koma sterk fram. Alls konar fólki er lýst, bæði venjulegu fólki sem er ekki gallalaust og svo hinum æðri verum eins og goðum og guðum. Ástin er Huldu hugleikin og ávallt skipar hún stóran sess í sögum hennar. Í Myndum birtist ástin lesandanum í hinum ýmsu myndum, við sjáum hana í ást móður til barna sinna, í heitri ættjarðarást og í ást sem aldrei verður. Fallegar og ljúfsárar smásögur kryddaðar með hlýju og góðmennsku Huldu. Hafdís E. Jónsdóttir les.