The Mayor of Casterbridge
The Mayor of Casterbridge er harmræn örlagasaga eftir enska rithöfundinn Thomas Hardy (1840-1928). Sagan kom fyrst út árið 1886 og hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð. Sögusviðið er landsbyggðarbær á Englandi. Við upphaf sögunnar kynnumst við ungum manni, Michael Henchard, sem ákveður í áfengisvímu að selja eiginkonu sína og barnunga dóttur á uppboði. Mörgum árum síðar er hann orðinn farsæll kaupmaður og bæjarstjóri, en þó ekki vinsæll meðal fólksins. Hann á sífellt á hættu að hið gamla leyndarmál komist upp. Bruce Pirie les á ensku.