The Lost World
The Lost World er ævintýraleg vísindaskáldsaga eftir breska rithöfundinn Arthur Conan Doyle, höfund sagnanna um Sherlock Holmes og Dr Watson. Sagan kom fyrst út árið 1912 og er fyrsta sagan um prófessor Challenger. Prófessor George Edward Challenger ætlar sér að sanna fyrir umheiminum að hann hafi fundið lifandi risaeðlur á Amazon-svæðinu í Suður-Ameríku. Hann leggur því upp í leiðangur ásamt blaðamanninum Edward Malone og fleiri ævintýramönnum, en fljótlega fer ýmislegt á annan veg en ætlað var. Bob Neufeld les á ensku.