Nicholas Nickleby
Hin þekkta saga The Life and Adventures of Nicholas Nickleby eftir hinn óviðjafnanlega Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1838-1839 og var þriðja skáldsaga höfundar. Hér segir frá piltinum Nicholas Nickleby sem þarf að sjá fyrir móður sinni og systur eftir að faðir hans fellur frá. Fjölskyldan leitar á náðir hins kaldlynda og óvægna Ralphs frænda. Hann fyrirlítur Nicholas frá upphafi og hefur engan áhuga á að veita þeim aðstoð, en útvegar frænda sínum þó starf við drengjaskóla úti á landi. Þar er ekki allt sem sýnist og Nicholas tekur til sinna ráða. Eins og aðrar sögur Dickens er þessi prýdd fjölda litríkra persóna og kímnin er hér ekki langt undan þrátt fyrir oft og tíðum dapurlegar aðstæður. Þessi saga er lesin á ensku. Lesari er Mil Nicholson.