Sýður á keipum

HÖFUNDUR

Sagan Sýður á keipum eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét með réttu, gerist á verstöðinni við Dritvík á Snæfellsnesi og gefur okkur skemmtilega innsýn í lífið á slíkum stöðum, en það var löngum einn helsti styrkur höfundar að draga upp myndir af lokuðum heimum, lokuðum samfélögum, jafnhliða því að segja góða sögu. Nægir að nefna sögurnar af Höllu og heiðarbýlinu því til staðfestingar. Sagan kom fyrst út árið 1916 og var þá spyrt saman við söguna Krossinn helgi í Kaldaðarnesi. Eins og með flestar sögur Jóns Trausta var sögunni tekið vel af almenningi, en dómar um hana voru nokkuð misjafnir, allt frá því að vera með því besta sem hann hafði látið frá sér fara, til þess versta. Sýnir það hve oft er erfitt að henda reiður á dómum gagnrýnenda. Sigurður Arent Jónsson les.

Sýður á keipum

Sagan Sýður á keipum eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét með réttu, gerist á verstöðinni við Dritvík á Snæfellsnesi og gefur okkur skemmtilega innsýn í lífið á slíkum stöðum, en það var löngum einn helsti styrkur höfundar að draga upp myndir af lokuðum heimum, lokuðum samfélögum, jafnhliða því að segja góða sögu. Nægir að nefna sögurnar af Höllu og heiðarbýlinu því til staðfestingar.

Sagan kom fyrst út árið 1916 og var þá spyrt saman við söguna Krossinn helgi í Kaldaðarnesi. Eins og með flestar sögur Jóns Trausta var sögunni tekið vel af almenningi, en dómar um hana voru nokkuð misjafnir, allt frá því að vera með því besta sem hann hafði látið frá sér fara, til þess versta. Sýnir það hve oft er erfitt að henda reiður á dómum gagnrýnenda.

Sigurður Arent Jónsson les.

No items found.
***