Svartárdalssólin
Sagan Svartárdalssólin er áhugaverð rómantísk smásaga eftir bandaríska höfundinn Washington Irving (1783-1859). Þótti hann snjall smásagnahöfundur en auk þess fékkst hann við að skrifa ritgerðir og æviþætti. Þá var hann duglegur sagnfræðingur og stjórnmálamaður. Kunnastur er hann fyrir sögurnar Rip Van Winkle og The Legend of Sleepy Hollow. Sagan Svartárdalssólin birtist fyrst á íslensku í Ísafold árið 1912 og var hún þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra. Hann hafði þó þýtt hana töluvert fyrr, eða á skólaárum sínum, og er jafnvel talið að sagan hafi verið fyrsta þýðing Björns. Ingólfur B. Kristjánsson les.