Spilið þið, kindur
Þrátt fyrir að Jón Trausti sé helst kunnur fyrir skáldsögur sínar eins og Höllu og Önnu frá Stóru-Borg, þá megum við ekki gleyma því að hann skrifaði einnig margar mjög góðar smásögur og þegar honum tókst best upp eru smásögur hans með því besta sem komið hefur út í þeirri grein á íslensku. Sagan „Spilið þið, kindur“ kom fyrst út eftir lát Jóns árið 1920 og er ásamt mörgu öðru að finna í öðru bindi ritsafns hans undir yfirheitinu Samtíningur. Sögusviðið er lítið ónefnt þorp og er sögumaður að segja frá atburði sem átti sér stað í æsku hans og hafði mikil áhrif á hann. Er þetta tilfinningaþrungin og spennandi saga. Ingólfur B. Kristjánsson les.