Íslenskar skáldsögur
2.3.2022
Skugginn af svartri flugu
HÖFUNDUR
Skugginn af svartri flugu eftir Erlend Jónsson kom fyrst út árið 2002, en einungis í litlu upplagi og seldist fljótt upp. Sagan er bæði skemmtileg og spennandi, og auk þess endurspeglar hún íslenskan veruleika á áhugaverðan hátt og fellur t.a.m. vel inn í þær umræður sem efnahagshrunið kallaði fram. Kristján R. Kristjánsson les.