Sjálfsævisaga

HÖFUNDUR

Sjálfsævisaga Hannesar Þorsteinssonar er án nokkurs efa í flokki merkustu slíkra sagna sem komið hafa út á Íslandi. Hannes var þjóðkunnur maður á sínum tíma og stóð nærri flestum þeim atburðum sem vörðuðu veginn til framtíðar þjóðarinnar. Hann var ritstjóri hins merka blaðs Þjóðólfs um langt skeið, alþingismaður og áhrifamaður í Heimastjórnarflokknum. Þá var hann einnig mikill fræðimaður og verk hans í íslenskri sagnfræði og mannfræði verða seint ofmetin. Hannes skrifaði ævisögu sína á árunum 1926-1928, en að því loknu innsiglaði hann hana með þeim fyrirmælum að ekki mætti opna hana fyrr en á aldarafmæli hans. Hér er á ferðinni hreinskilin og hispurslaus frásögn sem gefur hlustendum glögga innsýn inn í þessa róstursömu tíma sem Hannes lifði. Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sjálfsævisaga

Sjálfsævisaga Hannesar Þorsteinssonar er án nokkurs efa í flokki merkustu slíkra sagna sem komið hafa út á Íslandi. Hannes var þjóðkunnur maður á sínum tíma og stóð nærri flestum þeim atburðum sem vörðuðu veginn til framtíðar þjóðarinnar. Hann var ritstjóri hins merka blaðs Þjóðólfs um langt skeið, alþingismaður og áhrifamaður í Heimastjórnarflokknum. Þá var hann einnig mikill fræðimaður og verk hans í íslenskri sagnfræði og mannfræði verða seint ofmetin. Hannes skrifaði ævisögu sína á árunum 1926-1928, en að því loknu innsiglaði hann hana með þeim fyrirmælum að ekki mætti opna hana fyrr en á aldarafmæli hans. Hér er á ferðinni hreinskilin og hispurslaus frásögn sem gefur hlustendum glögga innsýn inn í þessa róstursömu tíma sem Hannes lifði.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

No items found.
***