Sagan af Tuma litla

HÖFUNDUR

Sagan af Tuma litla er fyrsta sagan um þá félaga Tuma Sawyer og Stikkilsberja-Finn. Í þorpinu St. Pétursborg á bökkum hins mikla Mississippifljóts á heima ungur og ævintýragjarn strákur að nafni Tumi Sawyer. Tumi reynir allt hvað hann getur til að sleppa undan leiðingjörnum hversdagsleikanum, nokkuð sem skarast oftast á við tilmæli fullorðna fólksins. Kennararnir og Pollý frænka verða stöðugt að glíma við sérkennileg uppátæki stráksins, en mörg þeirra bera vott um útsjónarsemi og hugmyndaflug Tuma. Í slagtogi með vinum sínum, þar á meðal hinum litríka Stikkilsberja-Finni, eltir Tumi uppi ævintýrin stór og smá. Í þessari bók er sagt frá því hvernig hin smáu uppátæki Tuma leiða hann að stærsta ævintýri sem íbúar þorpsins hafa nokkru sinni heyrt um. Hin æsispennandi framvinda felur í sér dvöl Tuma og vina hans á eyðieyju, mætingu í eigin jarðarför, vitni að morði, fjársjóðsfund og hættulega hellaferð. Tumi mætir ótta og ógnum með meiri kjark og útsjónarsemi en margur fullorðinn og hlýtur vegleg verðlaun að launum. Hér er á ferðinni saga um ævintýraþrá barna sem blandast hörðum heimi veruleikans, og hvernig þrautseigja þeirra sigrar erfiðleikana. Höfundurinn Mark Twain (1835–1910), sem hét í raun Samuel Longhorn Clemens, var og er nánast goðsagnakenndur. Þekktur sem gleðigjafi með óviðjafnanlegt skopskyn, en líka, eins og Nóbelsskáldið William Faulkner sagði um hann, sem „faðir bandarískra bókmennta“. Svavar Jónatansson les.

Sagan af Tuma litla

Sagan af Tuma litla er fyrsta sagan um þá félaga Tuma Sawyer og Stikkilsberja-Finn.

Í þorpinu St. Pétursborg á bökkum hins mikla Mississippifljóts á heima ungur og ævintýragjarn strákur að nafni Tumi Sawyer. Tumi reynir allt hvað hann getur til að sleppa undan leiðingjörnum hversdagsleikanum, nokkuð sem skarast oftast á við tilmæli fullorðna fólksins. Kennararnir og Pollý frænka verða stöðugt að glíma við sérkennileg uppátæki stráksins, en mörg þeirra bera vott um útsjónarsemi og hugmyndaflug Tuma. Í slagtogi með vinum sínum, þar á meðal hinum litríka Stikkilsberja-Finni, eltir Tumi uppi ævintýrin stór og smá.

Í þessari bók er sagt frá því hvernig hin smáu uppátæki Tuma leiða hann að stærsta ævintýri sem íbúar þorpsins hafa nokkru sinni heyrt um. Hin æsispennandi framvinda felur í sér dvöl Tuma og vina hans á eyðieyju, mætingu í eigin jarðarför, vitni að morði, fjársjóðsfund og hættulega hellaferð. Tumi mætir ótta og ógnum með meiri kjark og útsjónarsemi en margur fullorðinn og hlýtur vegleg verðlaun að launum. Hér er á ferðinni saga um ævintýraþrá barna sem blandast hörðum heimi veruleikans, og hvernig þrautseigja þeirra sigrar erfiðleikana.

Höfundurinn Mark Twain (1835–1910), sem hét í raun Samuel Longhorn Clemens, var og er nánast goðsagnakenndur. Þekktur sem gleðigjafi með óviðjafnanlegt skopskyn, en líka, eins og Nóbelsskáldið William Faulkner sagði um hann, sem „faðir bandarískra bókmennta“.

Svavar Jónatansson les.

No items found.
***