Öldungaráðið: 3. Sigþór Sigurðsson

HÖFUNDUR

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás; heimskreppu, heimsstyrjöld, lýðveldisstofnun, kalt stríð, uppbyggingu og uppgangsár samfélagsins, verðbólgutíma og pólitísk átök – að ógleymdu bankahruni og endurskipulagningu fjármálakerfis og þjóðfélagsins alls. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum. Það er komið að þriðja viðtali okkar í Öldungaráðinu. Að þessu sinni er það Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi í Mýrdal, fæddur 1928. Sigþór er einn sárafárra Íslendinga sem enn eru til frásagnar af sjóróðrum með suðurströnd landsins eins og þeir tíðkuðust í aldanna rás. Hann lærði hin fornu sjómannstök hjá föður sínum og reri til fiskjar á árabáti allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá starfaði hann um áratuga skeið við endurnýjun og viðhald símalagna í hinum ýmsu landshlutum. Hér segir Sigþór af ævi sinni og starfi og rekur kynni sín af ýmsum markverðum Mýrdælingum fyrri tíðar. Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Öldungaráðið: 3. Sigþór Sigurðsson

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás; heimskreppu, heimsstyrjöld, lýðveldisstofnun, kalt stríð, uppbyggingu og uppgangsár samfélagsins, verðbólgutíma og pólitísk átök – að ógleymdu bankahruni og endurskipulagningu fjármálakerfis og þjóðfélagsins alls. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Það er komið að þriðja viðtali okkar í Öldungaráðinu. Að þessu sinni er það Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi í Mýrdal, fæddur 1928. Sigþór er einn sárafárra Íslendinga sem enn eru til frásagnar af sjóróðrum með suðurströnd landsins eins og þeir tíðkuðust í aldanna rás. Hann lærði hin fornu sjómannstök hjá föður sínum og reri til fiskjar á árabáti allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá starfaði hann um áratuga skeið við endurnýjun og viðhald símalagna í hinum ýmsu landshlutum. Hér segir Sigþór af ævi sinni og starfi og rekur kynni sín af ýmsum markverðum Mýrdælingum fyrri tíðar.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

No items found.
***