North and South
Skáldsagan North and South er eitt þriggja þekktustu verka breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965), ásamt skáldsögunum Cranford og Wives and Daughters. Hér segir frá Margaret Hale sem flytur 19 ára gömul ásamt foreldrum sínum til iðnaðarborgarinnar Milton í Norður-Englandi, þar sem iðnbyltingin er komin á skrið. Faðir hennar, fyrrum prestur, fer að vinna fyrir sér sem kennari og einn nemenda hans er John Thornton, forstjóri bómullarverksmiðju þar í bæ. Þegar Margaret hittir John Thornton hefst samband sem á eftir að verða stormasamt. Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga á árunum 1854-1855 í tímaritinu Household Worlds (sem Charles Dickens ritstýrði), en kom svo út á bók árið 1855. Texti sögunnar og endir breyttust töluvert á milli útgáfa og skrifaði Gaskell því stuttan formála að bókinni til skýringar. Mary Ann Spiegel les á ensku.