The Bet
The Bet eða Veðmálið er smásaga eftir Anton Chekhov. Hér segir frá bankastarfsmanni og ungum lögfræðingi sem veðja sín á milli um það hvort dauðarefsing sé betri eða verri en lífstíðarfangelsi. Sagan kom fyrst út árið 1889. Anton Chekov (1860‐1904) var rússneskur smásagnahöfundur, leikritaskáld og læknir. Hann var gríðarlega vinsæll í Rússlandi meðan hann lifði og er enn í dag eitt af stóru nöfnunum í rússneskum bókmenntum. Vilja margir meina að Chekov sé einn fremsti smásagnahöfundur sem uppi hafi verið. Stíll hans er oftast látlaus, en styrkur hans felst einkum í því sem hann velur að segja og kannski enn frekar í þögnunum og því sem hann velur að segja ekki. Alan Davis Drake les á ensku.