Móri
Þessi stutta skáldsaga eftir Einar er frá árinu 1923 en þá var hann á kafi í dulrænum málefnum. Sagan segir frá prestinum Ingólfi sem tekur við nýju brauði í afskekktri sveit. Skömmu síðar deyr sonur eins merkisbóndans í sveitinni. Bendir flest til þess að um slys sé að ræða en faðir drengsins vill meina að drengurinn hafi verið drepinn af Móra, sem sé kunn afturganga þar í sveitinni. Þá kemur til kasta prestsins. Er þetta spennandi og dramatísk saga sem fjallar um málin á nærfærinn en skilmerkilegan hátt og er ekki laust við að fari um hlustandann á stöku stað, rétt eins og í sögunni Hallgrímur eftir Einar sem einnig er hér á vefnum og verður að teljast ein magnaðasta draugasaga sem rituð hefur verið á íslenska tungu. Já, hér nýtur stílsnilld Einars sín til fulls. Ingólfur B. Kristjánsson les.