Makt myrkranna

HÖFUNDUR

Árið 1901 gaf Valdimar Ásmundsson ritstjóri út þýðingu sína á skáldsögunni Drakúla eftir Bram Stoker og kallaði hana Makt myrkranna. Útgáfan hafði að geyma upprunalegan formála Stokers sjálfs. Árið 2014 uppgötvaði Hans de Roos að þýðing Valdimars var ólík hinni þekktu sögu af Drakúla. Í þýðingunni voru nýjar sögupersónur kynntar og söguþráðurinn töluvert breyttur. Þá var þýðingin styttri en sagan, mun beittari og erótískari og jafnvel enn meira spennandi. Hefur því verið haldið fram að Stoker hafi sent Valdimari aðra útgáfu af sögunni og telja margir fræðimenn og Drakúla-aðdáendur hér um leyndan fjársjóð að ræða. Já, það er ekki á hverjum degi að bókmenntasaga heimsins teygir sig með jafn áþreifanlegum hætti til Íslands. Jón B. Guðlaugsson les.

Makt myrkranna

Árið 1901 gaf Valdimar Ásmundsson ritstjóri út þýðingu sína á skáldsögunni Drakúla eftir Bram Stoker og kallaði hana Makt myrkranna. Útgáfan hafði að geyma upprunalegan formála Stokers sjálfs.

Árið 2014 uppgötvaði Hans de Roos að þýðing Valdimars var ólík hinni þekktu sögu af Drakúla. Í þýðingunni voru nýjar sögupersónur kynntar og söguþráðurinn töluvert breyttur. Þá var þýðingin styttri en sagan, mun beittari og erótískari og jafnvel enn meira spennandi. Hefur því verið haldið fram að Stoker hafi sent Valdimari aðra útgáfu af sögunni og telja margir fræðimenn og Drakúla-aðdáendur hér um leyndan fjársjóð að ræða. Já, það er ekki á hverjum degi að bókmenntasaga heimsins teygir sig með jafn áþreifanlegum hætti til Íslands.

Jón B. Guðlaugsson les.

No items found.
***