För Gúllívers til Putalands
Þessi klassíska saga hefur fyrir löngu síðan skipað sér sess sem eitt af merkari verkum bókmenntasögunnar. Ungi læknirinn Gúllíver ræður sig sem skipslækni á kaupfar sem siglir til Suðurhafa. Skipið ferst en Gúllíver rekur á land á eyju sem hann heldur í fyrstu að sé í eyði. Höfundur sögunnar var írskur maður, Jonathan Swift, og hefur hann stundum verið nefndur mesti háðsádeiluskrifari sem ritað hefur á enska tungu. Þorsteinn Erlingsson þýddi. Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.