Lord Jim
Lord Jim eftir Joseph Conrad kom fyrst út á árunum 1899-1900. Hér segir frá ungum sjómanni sem yfirgefur skip í sjávarháska, ásamt öðrum áhafnarmeðlimum, þrátt fyrir að skipið sé fullt af farþegum. Farþegunum er síðar bjargað og því kemst upp um gjörðir áhafnarinnar, en Jim einn er kallaður fyrir dóm. Skáldsagan greinir svo frá því hvernig Jim reynir að sættast við fortíð sína. Joseph Conrad (1857-1924) var pólskur rithöfundur sem settist að í Englandi og skrifaði á ensku upp frá því. Stewart Wills les á ensku.