Í ættlandi mínu

HÖFUNDUR

Smásagnasafnið Í ættlandi mínu: sögur af fólki kom út árið 1945 og inniheldur 20 sögur eftir Huldu. Hér kennir ýmissa grasa og við heyrum sögur af alls konar fólki í misjöfnum aðstæðum. Sjálfstæðisbarátta kvenna, ótti við útlendinga, hörmungar stríðs, ástvinamissir, sjálfsvígshugsanir, berdreymið fólk, ást í leynum og margt, margt fleira kemur við sögu. Tenging við fólk, náttúruna og ættjörðina er sterk sem ávallt í öllum sögum Huldu og lýsingar hennar eru kraftmiklar, stílfagrar og tilfinningaríkar. Ein sagan segir frá tveimur brostnum sálum sem koma langt að og veita hvor annarri styrk í víðáttunni uppi á hálendi Íslands. Önnur saga segir frá einkadóttur sem fellur fyrir manni sem faðir hennar er ósáttur við og verður barnshafandi. Í enn einni sögu segir af barnmargri fjölskyldu sem berst í bökkum og sveitastjórnin vill losna við til Ameríku. Skilaboð Huldu til okkar eru þau að fólk er alls konar og að við skulum ekki dæma eftir útlitinu einu saman, né eftir sögusögnum eða ályktunum. Allir eiga sína sögu og eiga rétt á að láta hana heyrast. Hafdís E. Jónsdóttir les.

Í ættlandi mínu

Smásagnasafnið Í ættlandi mínu: sögur af fólki kom út árið 1945 og inniheldur 20 sögur eftir Huldu.

Hér kennir ýmissa grasa og við heyrum sögur af alls konar fólki í misjöfnum aðstæðum. Sjálfstæðisbarátta kvenna, ótti við útlendinga, hörmungar stríðs, ástvinamissir, sjálfsvígshugsanir, berdreymið fólk, ást í leynum og margt, margt fleira kemur við sögu. Tenging við fólk, náttúruna og ættjörðina er sterk sem ávallt í öllum sögum Huldu og lýsingar hennar eru kraftmiklar, stílfagrar og tilfinningaríkar.

Ein sagan segir frá tveimur brostnum sálum sem koma langt að og veita hvor annarri styrk í víðáttunni uppi á hálendi Íslands. Önnur saga segir frá einkadóttur sem fellur fyrir manni sem faðir hennar er ósáttur við og verður barnshafandi. Í enn einni sögu segir af barnmargri fjölskyldu sem berst í bökkum og sveitastjórnin vill losna við til Ameríku.

Skilaboð Huldu til okkar eru þau að fólk er alls konar og að við skulum ekki dæma eftir útlitinu einu saman, né eftir sögusögnum eða ályktunum. Allir eiga sína sögu og eiga rétt á að láta hana heyrast.

Hafdís E. Jónsdóttir les.

No items found.
***