Hólmgangan

HÖFUNDUR

Sagan Hólmgangan eftir Heinrich von Kleist (1777-1811) birtist í fyrsta árgangi tímaritsins Ný sumargjöf árið 1859 sem gefið var út í Kaupmannahöfn af Páli Sveinssyni. Er þetta spennandi og dramatísk saga sem segir frá atburðum sem áttu sér stað í Prússlandi á ofanverðri fjórtándu öld. Þrátt fyrir að þýðingin sé gömul er málfarið ótrúlega nútímalegt og virkilega safaríkt. Bernd Heinrich von Kleist (1777-1811) var þýskur rithöfundur sem skrifaði jöfnum höndum ljóð, skáldsögur, smásögur og leikrit. Naut hann töluverðra vinsælda og eru hin virtu Kleist bókmenntaverðlaun kennd við hann. Er talað um hann sem einn mikilvirtasta höfund rómantísku stefnunnar í Norður-Þýskalandi. Hefur hann haft töluverð áhrif á aðra rithöfunda sem eftir komu, s.s. Kafka. Kleist fæddist inn í virðulega fjölskyldu og gekk ungur í prússneska herinn og gat sér góðan orðstír þau fjögur ár sem hann var þar. Eftir að hann hætti í hernum nam hann lögspeki og heimspeki við háskólann í Vladrina og fékk stöðu í fjármálaráðuneytinu í Berlín. Ekki hélst hann lengi við þar því hann vildi reyna fyrir sér sem rithöfundur. Tók hann sér frí frá störfum og hóf að umgangast bókmenntamenn, s.s. Goethe og Schiller. Hann hélt þó aftur til starfa fyrir stjórnina, en skömmu síðar er hann var á ferðalagi í Frakklandi var hann hnepptur í varðhald af Frökkum og ásakaður um njósnir. Þótt honum væri fljótlega sleppt úr haldi hafði þessi dvöl mikil áhrif á hann. Árið 1809 kynntist hann Henriette Vogel og bundust þau strax miklum vináttuböndum. Segir sagan að þau hafi unnast hugástum en sambandið verið platónskt. Hvað sem því líður þá ákváðu þau árið 1811 að binda sameiginlega enda á líf sitt sem þau og gerðu. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Hólmgangan

Sagan Hólmgangan eftir Heinrich von Kleist (1777-1811) birtist í fyrsta árgangi tímaritsins Ný sumargjöf árið 1859 sem gefið var út í Kaupmannahöfn af Páli Sveinssyni. Er þetta spennandi og dramatísk saga sem segir frá atburðum sem áttu sér stað í Prússlandi á ofanverðri fjórtándu öld. Þrátt fyrir að þýðingin sé gömul er málfarið ótrúlega nútímalegt og virkilega safaríkt.

Bernd Heinrich von Kleist (1777-1811) var þýskur rithöfundur sem skrifaði jöfnum höndum ljóð, skáldsögur, smásögur og leikrit. Naut hann töluverðra vinsælda og eru hin virtu Kleist bókmenntaverðlaun kennd við hann. Er talað um hann sem einn mikilvirtasta höfund rómantísku stefnunnar í Norður-Þýskalandi. Hefur hann haft töluverð áhrif á aðra rithöfunda sem eftir komu, s.s. Kafka.

Kleist fæddist inn í virðulega fjölskyldu og gekk ungur í prússneska herinn og gat sér góðan orðstír þau fjögur ár sem hann var þar. Eftir að hann hætti í hernum nam hann lögspeki og heimspeki við háskólann í Vladrina og fékk stöðu í fjármálaráðuneytinu í Berlín. Ekki hélst hann lengi við þar því hann vildi reyna fyrir sér sem rithöfundur. Tók hann sér frí frá störfum og hóf að umgangast bókmenntamenn, s.s. Goethe og Schiller. Hann hélt þó aftur til starfa fyrir stjórnina, en skömmu síðar er hann var á ferðalagi í Frakklandi var hann hnepptur í varðhald af Frökkum og ásakaður um njósnir. Þótt honum væri fljótlega sleppt úr haldi hafði þessi dvöl mikil áhrif á hann. Árið 1809 kynntist hann Henriette Vogel og bundust þau strax miklum vináttuböndum. Segir sagan að þau hafi unnast hugástum en sambandið verið platónskt. Hvað sem því líður þá ákváðu þau árið 1811 að binda sameiginlega enda á líf sitt sem þau og gerðu.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***