Gyðja dauðans
Gyðja dauðans er dularfull og stutt spennusaga eftir hinn kunna breska höfund William Hope Hodgson (1877-1918). Sagan segir frá því að í þorpi einu fer líkneski eitt (stytta) á kreik í skjóli nætur og drepur þorpsbúa. Þegar menn fara að rannsaka þetta kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Spennandi saga sem heldur manni föngnum allt til enda. Hodgson var kunnur höfundur á sínum tíma og skrifaði jafnt ritgerðir, stuttar sögur og skáldsögur. Voru það gjarnan hryllingssögur, ævintýrasögur eða vísindaskáldskapur. Hann lést í fyrri heimsstyrjöldinni einungis fertugur að aldri. Ingólfur B. Kristjánsson les.