Grænlendinga þáttur
Grænlendinga þáttur er stutt saga sem segir frá átökum Einars Sokkasonar og Össurar, Austmanns nokkurs sem siglir til Grænlands að sækja arf eftir frænda sinn sem hafði dáið þar. Höfðu Grænlendingar lagt hald á eigur frænda hans og hafði biskupinn í Görðum tekið mest af því til sín. Þegar Össur kemur og falast eftir eigum frænda síns hafnar biskup því alfarið að hann eigi nokkurn rétt á þeim og espar Einar Sokkason að standa með sér. Spunnust af þessu mikil átök og mannvíg sem segir frá í þessum þætti. Ingólfur B. Kristjánsson les.