Ferðabók
Tómas Sæmundsson þarf vart að kynna. Best hann er þekktur fyrir að vera einn af hinum framsýnu Fjölnismönnum. Hann lærði til prests í Kaupmannahöfn og árið 1832 hélt hann í tveggja ára ferðalag suður um meginland Evrópu til Ítalíu og í Miðjarðarhafssiglingu frá Napólí með viðkomu í Grikklandi, Tyrklandi, Möltu og Sikiley og síðan landleiðina frá Napólí um Róm með viðkomu í París og London á heimleiðinni til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands. Tómas kom til Rómar um svipað leyti og H.C. Andersen. Hann var í reglulegu sambandi við Bertel Thorvaldsen veturinn 1833. Eins og gefur að skilja kom margt þessum unga fróðleiksþyrsta Íslendingi spánskt fyrir sjónir og segir hann frá því í þessari stórskemmtilegu ferðasögu um leið og hann bregður birtu á samtímann sem fóstraði þá Jónas Hallgrímsson og Fjölnismenn. Kristján Róbert Kristjánsson les.