Íslenskar skáldsögur
2.3.2022
Febrúarkrísur
HÖFUNDUR
Febrúarkrísur er fyrsta skáldsaga Ragnars Inga Aðalsteinssonar og var fyrst gefin út árið 1995. Hér segir frá ungum kennara sem hefur störf við heimavistarskóla úti á landi. Þar kemur ýmislegt honum á óvart í þessu framandi umhverfi, og óvænt reynsla sýnir honum tilveruna í nýju ljósi. Guðmundur Ingi Kristjánsson les.