Drottning rís upp frá dauðum
Drottning rís upp frá dauðum er þriðja sögulega skáldsaga Ragnars Arnalds. Þar er skáldað inn í raunverulega atburði sem áttu sér stað seint á 13. öld og snerta Margréti dóttur Eiríks Noregskonungs. Varð hún átta ára gömul drottning Skotlands og hélt þá með skipi til Englands á fund væntanlegs brúðguma, Játvarðar, sem þá var krónprins af Englandi. Hún komst þó aldrei til Englands og var sagt að hún hefði dáið á leiðinni. Urðu til margar sögusagnir um þennan atburð og margar samsæriskenningar. Ragnar skoðar þessa sögu og skáldar upp eina skýringu. Er þetta skemmtileg og frumleg saga. Sagan kom fyrst út árið 2010. Ingólfur B. Kristjánsson les.