Draumar

HÖFUNDUR

Það eru nú liðin um 107 ár síðan Hermann Jónasson hélt erindi sem síðar voru gefin út á bók undir nafninu Draumar. Það fyrra flutti hann í febrúar 1912 og það síðara í maí sama ár. Voru erindin gefin út á bók. Í fyrra erindinu sagði Hermann frá merkilegum draumi sem hann hafði dreymt og varpaði nýju ljósi á Njáls sögu. Í draumnum kom til hans Ketill frá Mörk sem er persóna í sögunni og segir Hermanni að sagan eins og hún sé núna fari ekki rétt með staðreyndir og vill að leiðréttingar verði gerðar öllum heyrinkunnar. Þar kemur m.a. fram að Njála sé skeytt saman úr þremur sögum, Gunnars sögu Hámundarsonar, Höskulds sögu Hvítanessgoða og Brennu-Njálssögu. Hermann þessi var um tíma skólastjóri búnaðarskólans á Hólum og þótti mjög traustur og grandvar maður í alla staði. Þá þótti hann mjög berdreyminn, þ.e. hann dreymdi fyrir alls kyns hlutum. Er þetta stórmerkilegt rit sem varpar nýju ljósi á þetta öndvegisrit okkar Íslendinga og færir okkur sanninn fyrir því að margt býr í draumum. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Draumar

Það eru nú liðin um 107 ár síðan Hermann Jónasson hélt erindi sem síðar voru gefin út á bók undir nafninu Draumar. Það fyrra flutti hann í febrúar 1912 og það síðara í maí sama ár. Voru erindin gefin út á bók. Í fyrra erindinu sagði Hermann frá merkilegum draumi sem hann hafði dreymt og varpaði nýju ljósi á Njáls sögu. Í draumnum kom til hans Ketill frá Mörk sem er persóna í sögunni og segir Hermanni að sagan eins og hún sé núna fari ekki rétt með staðreyndir og vill að leiðréttingar verði gerðar öllum heyrinkunnar. Þar kemur m.a. fram að Njála sé skeytt saman úr þremur sögum, Gunnars sögu Hámundarsonar, Höskulds sögu Hvítanessgoða og Brennu-Njálssögu. Hermann þessi var um tíma skólastjóri búnaðarskólans á Hólum og þótti mjög traustur og grandvar maður í alla staði. Þá þótti hann mjög berdreyminn, þ.e. hann dreymdi fyrir alls kyns hlutum. Er þetta stórmerkilegt rit sem varpar nýju ljósi á þetta öndvegisrit okkar Íslendinga og færir okkur sanninn fyrir því að margt býr í draumum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***