Stiftamtmenn og amtmenn á Íslandi 1750-1800

HÖFUNDUR

Við á Hlusta.is erum sífellt að reyna að grafa upp gömul merkisrit sem ekki mega týnast og gera þau aðgengileg á vef okkar. Hér er á ferðinni eitt slíkt. Er talið að Magnús sýslumaður hafi skrifað þetta bókarkorn árið 1802, ári áður en hann lést og eins og nafnið gefur til kynna rekur hann þar ævi allra þeirra stiftamtmanna og amtmanna sem héldu embætti á umræddu tímabili. Er mikill fengur að þessu fyrir alla þá er hafa gaman af íslenskri sögu og skemmtilegum frásögnum. Magnús Ketilsson (1732-1803 var sýslumaður Dalamanna á síðari hluta 18. aldar, mikill jarðræktarfrömuður og stundaði tilraunir í garð- og trjárækt. Hann var einnig einn helsti forsvarsmaður Hrappseyjarprentsmiðju og gaf út fyrsta tímarit sem prentað var á Íslandi, Islandske Maanedstidende. Magnús var sonur Ketils Jónssonar prests á Húsavík og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Skúla landfógeta. Hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla en varð sýslumaður í Dalasýslu 1754, 22 ára að aldri, og gegndi því embætti til dauðadags, eða í 49 ár. Hann bjó í Búðardal á Skarðsströnd og rak þar stórbú, eitt það stærsta á Vesturlandi. Magnús þótti röggsamur og duglegur embættismaður en nokkuð ráðríkur og harður í horn að taka, stjórnsamur og tók sérlega hart á betli og flakki, en rækti embætti sitt vel þótt hann væri nokkuð drykkfelldur á efri árum. Hann var vel lærður, mjög vel að sér í latínu og grísku og las líka ensku, frönsku og þýsku auk dönskunnar. Hann skrifaði meðal annars um guðfræði, lögfræði, sagnfræði og ættfræði og voru mörg verka hans prentuð í Hrappseyjarprentsmiðju, sem hann átti stóran þátt í að móta. Magnús var mikill áhugamaður um hvers kyns fróðleik og framfarir og þó sérstaklega um bætta búnaðarhætti, og samdi ýmis rit um búfræði og búnaðarhætti til leiðbeiningar fyrir bændur. Sjálfur stundaði hann miklar tilraunir í jarðyrkju og garðrækt og slíku og ræktaði ýmiss konar grænmeti í garði sínum í Búðardal. Á meðal þess sem hann ræktaði eða reyndi að rækta voru kartöflur, rófur, næpur, nípur, gulrætur, hreðkur, rauðrófur, piparrót, laukur, hvítkál, blöðrukál, grænkál, salat, spínat, karsi, steinselja og salvía og árið 1778 ræktaði hann spergil (aspargus). Hann ræktaði líka bygg og hafra og gerði tilraunir til að rækta rúg og hveiti en það tókst þó ekki. Einnig reyndi hann að rækta lín og hamp og jafnvel tóbak. Ýmsar trjátegundir reyndi hann líka að gróðursetja með misjöfnum árangri. Hann lét reisa vatnsmyllu í gili fyrir ofan bæinn og mun hafa verið einna fyrstur til þess á Íslandi. Jón B. Guðlaugsson les.

Stiftamtmenn og amtmenn á Íslandi 1750-1800

Við á Hlusta.is erum sífellt að reyna að grafa upp gömul merkisrit sem ekki mega týnast og gera þau aðgengileg á vef okkar. Hér er á ferðinni eitt slíkt. Er talið að Magnús sýslumaður hafi skrifað þetta bókarkorn árið 1802, ári áður en hann lést og eins og nafnið gefur til kynna rekur hann þar ævi allra þeirra stiftamtmanna og amtmanna sem héldu embætti á umræddu tímabili. Er mikill fengur að þessu fyrir alla þá er hafa gaman af íslenskri sögu og skemmtilegum frásögnum.

Magnús Ketilsson (1732-1803 var sýslumaður Dalamanna á síðari hluta 18. aldar, mikill jarðræktarfrömuður og stundaði tilraunir í garð- og trjárækt. Hann var einnig einn helsti forsvarsmaður Hrappseyjarprentsmiðju og gaf út fyrsta tímarit sem prentað var á Íslandi, Islandske Maanedstidende.

Magnús var sonur Ketils Jónssonar prests á Húsavík og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Skúla landfógeta. Hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla en varð sýslumaður í Dalasýslu 1754, 22 ára að aldri, og gegndi því embætti til dauðadags, eða í 49 ár. Hann bjó í Búðardal á Skarðsströnd og rak þar stórbú, eitt það stærsta á Vesturlandi. Magnús þótti röggsamur og duglegur embættismaður en nokkuð ráðríkur og harður í horn að taka, stjórnsamur og tók sérlega hart á betli og flakki, en rækti embætti sitt vel þótt hann væri nokkuð drykkfelldur á efri árum. Hann var vel lærður, mjög vel að sér í latínu og grísku og las líka ensku, frönsku og þýsku auk dönskunnar. Hann skrifaði meðal annars um guðfræði, lögfræði, sagnfræði og ættfræði og voru mörg verka hans prentuð í Hrappseyjarprentsmiðju, sem hann átti stóran þátt í að móta. Magnús var mikill áhugamaður um hvers kyns fróðleik og framfarir og þó sérstaklega um bætta búnaðarhætti, og samdi ýmis rit um búfræði og búnaðarhætti til leiðbeiningar fyrir bændur. Sjálfur stundaði hann miklar tilraunir í jarðyrkju og garðrækt og slíku og ræktaði ýmiss konar grænmeti í garði sínum í Búðardal. Á meðal þess sem hann ræktaði eða reyndi að rækta voru kartöflur, rófur, næpur, nípur, gulrætur, hreðkur, rauðrófur, piparrót, laukur, hvítkál, blöðrukál, grænkál, salat, spínat, karsi, steinselja og salvía og árið 1778 ræktaði hann spergil (aspargus). Hann ræktaði líka bygg og hafra og gerði tilraunir til að rækta rúg og hveiti en það tókst þó ekki. Einnig reyndi hann að rækta lín og hamp og jafnvel tóbak. Ýmsar trjátegundir reyndi hann líka að gróðursetja með misjöfnum árangri. Hann lét reisa vatnsmyllu í gili fyrir ofan bæinn og mun hafa verið einna fyrstur til þess á Íslandi.

Jón B. Guðlaugsson les.

No items found.
***