Crime and Punishment
Skáldsagan Crime and Punishment eftir rússneska rithöfundinn Fyodor Dostoyevsky (1821-1881) kom fyrst út árið 1866 og er eitt af þekktustu skáldverkum heimsbókmenntanna. Á íslensku nefnist hún Glæpur og refsing. Hér segir frá Rodion Raskolnikov, fátækum ungum manni sem fremur morð í því skyni að komast yfir peninga. Yfirkominn af sektarkennd játar hann á sig glæpinn og er sendur í fangelsi. Sagan lýsir angist og iðrun, baráttu góðs og ills í dýpstu sálarkimum mannlegs eðlis. Mark Nelson les á ensku.