Constance Dunlap

HÖFUNDUR

Constance Dunlap eftir Arthur B. Reeve kom fyrst út árið 1913. Aðalpersónan, Constance Dunlap, er nokkuð óvenjuleg. Við kynnumst henni fyrst sem eiginkonu bankamanns nokkurs sem kemur heim einn daginn og segir henni að hann hafi stundað fjárdrátt og að nú sé komið að skuldadögum. Manninum að óvörum stappar þá þessi venjulega húsmóðir stálinu í hann og þau ákveða í sameiningu að reyna að fela glæpi mannsins, en til þess þurfa þau að verða enn bíræfnari en maðurinn nokkru sinni hafði verið. Þegar upp um þau kemst fremur maðurinn sjálfsmorð en ferill hennar er þá rétt að hefjast, fyrst sem glæpakvendi og síðan sem spæjari. Er hér á ferðinni forvitnileg persóna sem mætti að ósekju eiga sér stærri sess í heimi ímyndaðra glæpasagnapersóna. J. M. Smallheer les á ensku.

Constance Dunlap

Constance Dunlap eftir Arthur B. Reeve kom fyrst út árið 1913. Aðalpersónan, Constance Dunlap, er nokkuð óvenjuleg. Við kynnumst henni fyrst sem eiginkonu bankamanns nokkurs sem kemur heim einn daginn og segir henni að hann hafi stundað fjárdrátt og að nú sé komið að skuldadögum. Manninum að óvörum stappar þá þessi venjulega húsmóðir stálinu í hann og þau ákveða í sameiningu að reyna að fela glæpi mannsins, en til þess þurfa þau að verða enn bíræfnari en maðurinn nokkru sinni hafði verið. Þegar upp um þau kemst fremur maðurinn sjálfsmorð en ferill hennar er þá rétt að hefjast, fyrst sem glæpakvendi og síðan sem spæjari. Er hér á ferðinni forvitnileg persóna sem mætti að ósekju eiga sér stærri sess í heimi ímyndaðra glæpasagnapersóna.

J. M. Smallheer les á ensku.

No items found.
***