Breta sögur hinar fornu

HÖFUNDUR

Breta sögur hinar fornu er með fyrstu þýðingum eða endursögnum á íslensku úr latínu. Er hún unnin upp úr riti Geoffreys frá Monmouth (ca. 1195-1155) sem mun hafa skrifað Breta sögur einhvern tíma á bilinu 1130-1140. Er íslenska útgáfan, sem m.a. er að finna í Hauksbók, talin vera frá því snemma á 13. öld. Ekki er vitað hver þýðandinn var en sumir telja að það geti hafa verið Gunnlaugur Leifsson (d.1218 eða 1219) munkur í Þingeyrarklaustri. Hann er t.a.m. talinn hafa þýtt ljóðaflokkinn Merlínsspá eftir umræddan Geoffrey um 1150 þar sem rakin er ævi og afrek Merlíns spámanns. Breta sögur hinar fornu hefjast á stuttri samantekt á sögum Eneasar og Túrnusar sem fengnar eru úr hinni fornu Eneasarkviðu Virgils til að setja söguna í samhengi. Síðan heldur höfundur áfram að rekja söguna allt fram til Aðalsteins (d. 939), þess sem fóstraði son Haralds hárfagra, Hákon Haraldsson Aðalsteinsfóstra. Þrátt fyrir aldur og fornt málfar er sagan öll hin skemmtilegasta og gefur okkur innsýn í þessa áhugaverðu tíma. Útgáfan sem hér er lesin var gefin út af Prentsmiðjunni Gutenberg árið 1914, en hún er eins og segir á forsíðu prentuð eftir útgáfu Jóns Sigurðssonar forseta í dönskum annálum frá 1848. (Í bókinni er hlaupið yfir tvö kaflanúmer.) Ingólfur B. Kristjánsson les.

Breta sögur hinar fornu

Breta sögur hinar fornu er með fyrstu þýðingum eða endursögnum á íslensku úr latínu. Er hún unnin upp úr riti Geoffreys frá Monmouth (ca. 1195-1155) sem mun hafa skrifað Breta sögur einhvern tíma á bilinu 1130-1140. Er íslenska útgáfan, sem m.a. er að finna í Hauksbók, talin vera frá því snemma á 13. öld. Ekki er vitað hver þýðandinn var en sumir telja að það geti hafa verið Gunnlaugur Leifsson (d.1218 eða 1219) munkur í Þingeyrarklaustri. Hann er t.a.m. talinn hafa þýtt ljóðaflokkinn Merlínsspá eftir umræddan Geoffrey um 1150 þar sem rakin er ævi og afrek Merlíns spámanns.

Breta sögur hinar fornu hefjast á stuttri samantekt á sögum Eneasar og Túrnusar sem fengnar eru úr hinni fornu Eneasarkviðu Virgils til að setja söguna í samhengi. Síðan heldur höfundur áfram að rekja söguna allt fram til Aðalsteins (d. 939), þess sem fóstraði son Haralds hárfagra, Hákon Haraldsson Aðalsteinsfóstra.

Þrátt fyrir aldur og fornt málfar er sagan öll hin skemmtilegasta og gefur okkur innsýn í þessa áhugaverðu tíma.

Útgáfan sem hér er lesin var gefin út af Prentsmiðjunni Gutenberg árið 1914, en hún er eins og segir á forsíðu prentuð eftir útgáfu Jóns Sigurðssonar forseta í dönskum annálum frá 1848. (Í bókinni er hlaupið yfir tvö kaflanúmer.)

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***