Bréf Matthíasar Jochumssonar (3. bindi)
Matthías Jochumssson skrifaði fjölda bréfa um ævina og var mörgum safnað saman í bók sem gefin var út á síðustu öld. Matthías kom víða við í bréfum sínum, talaði tæpitungulaust um sín hugðarmál og lá ekki á skoðunum um menn og málefni. Gefa þau okkur skemmtilega innsýn inn í hugarheim þeirra beggja jafnframt sem þau eru frábær spegill á þennan áhugaverða tíma í Íslandssögunni. Í þessu þriðja bindi er að finna bréf til séra Valdimars Briem, Eggerts Jochumssonar, Páls Ólafssonar skálds, Þórðar Guðjohnsen, Viggu á Selalæk, Huldu Laxdal, Ara Jónssonar, Eggerts Laxdal, frú Sigríðar Þorsteinsdóttur, Ingibjargar Skaftadóttur, Þorsteins Jónssonar læknis, Stefáns Stefánssonar skólameistara, Hannesar Þorsteinssonar og konu hans. Kristján Róbert Kristjánsson les.