Bréf Matthíasar Jochumssonar (1. bindi)

HÖFUNDUR

Matthías skrifaði mikið á sínum 85 ára æviferli, samdi ljóð og leikrit og stundaði þýðingar. Hann stóð einnig í bréfaskiptum við vini og samtíðarmenn. Varðveittust mörg bréfanna og voru gefin út að honum látnum. Matthías skrifaðist lengi á við suma, þeirra á meðal Steingrím Thorsteinsson, séra Jón Bjarnason í Kanada og prestinn og sálmaskáldið Valdimar Briem. Einnig eru til bréf frá honum til Jóns Sigurðssonar og margra fleiri. Matthías kom víða við í bréfum sínum, talaði tæpitungulaust um sín hugðarmál og lá ekki á skoðunum um menn og málefni. Þetta fyrsta bindi hefst á bréfum til Steingríms Thorsteinsson vinar hans. Gefa þau okkur skemmtilega innsýn inn í hugarheim þeirra beggja jafnframt sem þau eru frábær spegill á þennan áhugaverða tíma í Íslandssögunni. Hér er einnig að finna bréf Matthíasar til Eiríks Magnússonar, Benedikts Gröndal, frú Ingigerðar Gröndal, frú Helgu Edilonsson Gröndal og séra Eggerts Ó. Briem. Kristján Róbert Kristjánsson les.

Bréf Matthíasar Jochumssonar (1. bindi)

Matthías skrifaði mikið á sínum 85 ára æviferli, samdi ljóð og leikrit og stundaði þýðingar. Hann stóð einnig í bréfaskiptum við vini og samtíðarmenn. Varðveittust mörg bréfanna og voru gefin út að honum látnum. Matthías skrifaðist lengi á við suma, þeirra á meðal Steingrím Thorsteinsson, séra Jón Bjarnason í Kanada og prestinn og sálmaskáldið Valdimar Briem. Einnig eru til bréf frá honum til Jóns Sigurðssonar og margra fleiri. Matthías kom víða við í bréfum sínum, talaði tæpitungulaust um sín hugðarmál og lá ekki á skoðunum um menn og málefni.

Þetta fyrsta bindi hefst á bréfum til Steingríms Thorsteinsson vinar hans. Gefa þau okkur skemmtilega innsýn inn í hugarheim þeirra beggja jafnframt sem þau eru frábær spegill á þennan áhugaverða tíma í Íslandssögunni. Hér er einnig að finna bréf Matthíasar til Eiríks Magnússonar, Benedikts Gröndal, frú Ingigerðar Gröndal, frú Helgu Edilonsson Gröndal og séra Eggerts Ó. Briem.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

No items found.
***