Bréf Matthíasar Jochumssonar (1. bindi)
Matthías skrifaði mikið á sínum 85 ára æviferli, samdi ljóð og leikrit og stundaði þýðingar. Hann stóð einnig í bréfaskiptum við vini og samtíðarmenn. Varðveittust mörg bréfanna og voru gefin út að honum látnum. Matthías skrifaðist lengi á við suma, þeirra á meðal Steingrím Thorsteinsson, séra Jón Bjarnason í Kanada og prestinn og sálmaskáldið Valdimar Briem. Einnig eru til bréf frá honum til Jóns Sigurðssonar og margra fleiri. Matthías kom víða við í bréfum sínum, talaði tæpitungulaust um sín hugðarmál og lá ekki á skoðunum um menn og málefni. Þetta fyrsta bindi hefst á bréfum til Steingríms Thorsteinsson vinar hans. Gefa þau okkur skemmtilega innsýn inn í hugarheim þeirra beggja jafnframt sem þau eru frábær spegill á þennan áhugaverða tíma í Íslandssögunni. Hér er einnig að finna bréf Matthíasar til Eiríks Magnússonar, Benedikts Gröndal, frú Ingigerðar Gröndal, frú Helgu Edilonsson Gröndal og séra Eggerts Ó. Briem. Kristján Róbert Kristjánsson les.