Ævintýri Sherlock Holmes
Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum. Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930). Sögurnar í þessu safni heita: Konungur Bæheims í vanda staddur, Tvífarinn, Rauðkollafélagið, Morðið á tjarnarbakkanum, Glóaldinskjarnarnir, Betlarinn með vararskarðið, Blái gimsteinninn, Margliti borðinn, Brúðarhvarfið, Gimsteinadjásnið og Ævintýri kennslukonunnar. Hallgrímur Indriðason les.