Valin ljóð úr ljóðabókinni Borgin hló

HÖFUNDUR

Borgin hló var fyrsta ljóðabók Matthíasar og kom út 1959. Í bókinni er komið víða við og „stórum“ viðfangsefnum gerð skil, s.s. bernskunni, ástinni, dauðanum, stríði og friði. Í viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur í Tímariti Máls og menningar frá 1996 sagði Matthías um þetta: „Ég held að ég hafi vitað að ég myndi yrkja þessa æskubók og hún yrði með ýmsum andstæðum sem alltaf hafa verið í mér sjálfum. Ég vildi túlka og geyma þennan skemmtilega tíma sem ég upplifði mjög sterkt. Ætli ég hafi ekki verið eins og hunangsflugan, hún veit ekki að ef hún stingur þá deyr hún en hana langar til að fá allt hunangið, og ef einhver er fyrir henni þá bara stingur hún“. Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.

Valin ljóð úr ljóðabókinni Borgin hló

Borgin hló var fyrsta ljóðabók Matthíasar og kom út 1959.

Í bókinni er komið víða við og „stórum“ viðfangsefnum gerð skil, s.s. bernskunni, ástinni, dauðanum, stríði og friði.

Í viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur í Tímariti Máls og menningar frá 1996 sagði Matthías um þetta: „Ég held að ég hafi vitað að ég myndi yrkja þessa æskubók og hún yrði með ýmsum andstæðum sem alltaf hafa verið í mér sjálfum. Ég vildi túlka og geyma þennan skemmtilega tíma sem ég upplifði mjög sterkt. Ætli ég hafi ekki verið eins og hunangsflugan, hún veit ekki að ef hún stingur þá deyr hún en hana langar til að fá allt hunangið, og ef einhver er fyrir henni þá bara stingur hún“.

Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.

No items found.
***