Ljóð
2.3.2022
Valin ljóð eftir Hallgrím Pétursson
HÖFUNDUR
Hallgrímur Pétursson fæddist árið 1614. Árið 1651 gerðist hann prestur í Saurbæ og þar mun hann sennilega hafa tekið til við að yrkja Passíusálmana sem alltaf munu halda nafni hans á lofti. Áður hafði hann ort töluvert af lausavísum, rímum og veraldlegum kvæðum, en með aldrinum hneigðist hann meira til alvarlegri trúarkveðskapar. Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.