Trójumanna saga hin forna

HÖFUNDUR

Trójumanna saga hin forna er fornt rit sem þýtt hefur verið úr latínu mjög snemma yfir á íslensku og er vísað til hennar bæði í Veraldarsögu, sem mun vera frá sjötta áratug 12. aldar, og Aldartölu, ágripi af veraldarsögu, sem einhverjir hafa talið að sé skrifuð af Ara fróða. Er þá talað um hana sem undanfara sögu Rómverja enda segir sagan að Eneas, ein af hetjum Trójuborgar, hafi flúið frá Tróju eftir hildarleikinn þar og stofnað nýtt ríki á Ítalíu sem við þekkjum sem Rómaveldi. Elsta handrit hennar er að finna í Hauksbók frá fyrri hluta þrettándu aldar. Hún mun hafa verið skrifuð upp eftir sögnum Daress Phrygiuss, sem var prestur í Tróju og uppi á undan Hómer, og Dictys Cretensis, sem sagan segir að hafi tekið þátt í Trójustríðinu. Annars segir sagan fyrst og fremst frá falli Trójuborgar gegn innrásarher Grikkja sem við þekkjum líka frá Hómer, en hér er hún nokkuð frábrugðin Hómerssögu. Til að mynda fáum við tvær skýringar af falli Tróju, ekki bara söguna um hestinn. Er þetta stórskemmtileg saga sem allir unnendur ævintýrasagna og mannkynssögu ættu að hafa gaman að. Útgáfan sem hér er lesin er frá 1913 og er hún prentuð eftir útgáfu Jóns Sigurðssonar forseta í dönskum annálum 1848. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Trójumanna saga hin forna

Trójumanna saga hin forna er fornt rit sem þýtt hefur verið úr latínu mjög snemma yfir á íslensku og er vísað til hennar bæði í Veraldarsögu, sem mun vera frá sjötta áratug 12. aldar, og Aldartölu, ágripi af veraldarsögu, sem einhverjir hafa talið að sé skrifuð af Ara fróða. Er þá talað um hana sem undanfara sögu Rómverja enda segir sagan að Eneas, ein af hetjum Trójuborgar, hafi flúið frá Tróju eftir hildarleikinn þar og stofnað nýtt ríki á Ítalíu sem við þekkjum sem Rómaveldi. Elsta handrit hennar er að finna í Hauksbók frá fyrri hluta þrettándu aldar. Hún mun hafa verið skrifuð upp eftir sögnum Daress Phrygiuss, sem var prestur í Tróju og uppi á undan Hómer, og Dictys Cretensis, sem sagan segir að hafi tekið þátt í Trójustríðinu.

Annars segir sagan fyrst og fremst frá falli Trójuborgar gegn innrásarher Grikkja sem við þekkjum líka frá Hómer, en hér er hún nokkuð frábrugðin Hómerssögu. Til að mynda fáum við tvær skýringar af falli Tróju, ekki bara söguna um hestinn. Er þetta stórskemmtileg saga sem allir unnendur ævintýrasagna og mannkynssögu ættu að hafa gaman að.

Útgáfan sem hér er lesin er frá 1913 og er hún prentuð eftir útgáfu Jóns Sigurðssonar forseta í dönskum annálum 1848.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***